Skólabyrjun – Verkefnið: Sáttmáli um samskipti

Hér eru drög að verkefni í fimm-sex hlutum sem vinna má með nemendum fyrstu daga skólaársins. Markmið þess er að stuðla að sameiginlegri ábyrgð allra á góðum bekkjarbrag. Verkefnið þarf að aðlaga að mismunandi þroska nemenda.

Í augum flestra barna er félagslegt hlutverk skólans afar mikilvægt. Að eiga vini, vera virtur og viðurkenndur í hópunum og finna til öryggis skiptir þau miklu máli (Nordahl, 2004).  Kennarinn er leiðtoginn í hópnum og hefur því mikil áhrif með viðhorfi sínu og framkomu en einnig með því að stuðla markvisst að góðum bekkjarbrag.  Samkvæmt aðalnámskrá 2011 eru lýðræði, jafnrétti og mannréttindi meðal grunnþátta íslenskrar menntunar en góður bekkjarbragur byggir á þessum þáttum. Þegar kennarinn gefur sér góðan tíma til að efla færni nemenda sinna í samskiptum stuðlar hann ekki einungis að velferð þeirra heldur ekki síður að góðum vinnuskyrðum sínum en eins og allir kennarar vita þá er starfið leikur einn þegar bekkjarbragurinn er góður.

Tomas Nordahl (2004). Eleven som aktör fokus pá elevens læring og handlinger i skolen. Oslo; Universitetsforlaget.

Hér er verkefnið sem pdf skjal

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s