Hér er frjálsleg þýðing á kafla úr bók Palle Bendsen og Ole Ottesen Observationsundervining i klassen frá 1979. Er efnið ekki enn í góðu gildi?
Til kennarans – 10 góð ráð til að búa til ERFIÐAN bekk
1. Takmarkaðu undirbúning þinn fyrir hverja kennslustund, leiktu heldur af fingrum fram.
2. Forðastu hástemmda faglega ígrundun og markmiðssetningar þegar þú undirbýrð þig. Það er allt of tímafrekt og skiptir hvort sem er engu máli.
3. Sjáðu til þess að kennslan sé eingöngu munnleg og notaðu ekki hagnýt dæmi og verkefni. Þú getur jú ekki alltaf verið að draga allan heiminn inn í kennslustofuna.
4. Þú skalt leitast við að segja eitt en gera annað, það er ein af öruggustu aðferðunum.
5. Sjáðu til þess að nemendur haldi sig að verki en forðastu þreytandi samræður.
6. Talaðu við allan bekkinn í einu og taktu ekki tillit til einstaklinga, talaðu svo aðeins meira.
7. Notaðu ekki annað efni en hefðbundnar námsbækur.
8. Segðu nemendunum að það séu arkitektarnir sem ákveði í skólanum.
9. Þú ættir að forðast samskipti við svokallaða sérfræðinga. Venjulega gera þeir þig ábyrga(nn) fyrir öllu.
10. Haltu samstarfi við foreldra í lágmarki – einkum því sem fer fram utan skólatíma.