Rannsóknir nýsjálenska fræðimannsins John Hattie hafa vakið mikla athygli, enda eru þær líklega með þeim umfangsmestu sem um getur á þessu sviði. Þær spanna 18 ára tímabil, ná til fleiri en 250 milljóna nemenda og eru unnar upp úr rannsóknargögnum fjölmargra fræðimanna (meta- analysur). Markmið rannsóknar Hattie er að greina hvað hefur mest áhrif á nám nemenda í skólastofunum. Meðal afraksturs rannsóknarinnar eru GULLNU REGLUR KENNARANS sem á íslensku hljóma eitthvað á þessa leið:
Þekktu áhrif þín á nemendur.
- Grundvallar verkefni mitt er að meta áhrif mín á nám nemenda minna og árangur þeirra.
- Námsárangur og mistök nemenda minna snúast um það hvað ég geri eða geri ekki. Ég er sá/ sú sem stýri breytingum.
- Ég vil frekar tala um nám en kennslu.
- Ég legg áherslu á endurgjöf. Námsmat snýst um áhrif mín á nám nemenda.
- Ég kenni með samræðu, ekki einræðu.
- Ég fagna áskorunum og læt það ekki eftir mér að segja; „ég geri bara mitt besta“.
- Það er hlutverk mitt að stuðla að jákvæðum samskiptum í skólastofunum og einnig meðal starfsmanna.
- Ég upplýsi alla um tungumál námsins. Ég er brennandi af áhuga og stuðla að vexti nemenda minna.
NKC