Ráð annars vegar til foreldra skólabarna og hins vegar kennara

classroom

Mikilvæg ráð fyrir skólaforeldra

  • Kenndu barninu þínu að takast á við áskoranir
  • Kenndu barninu þínu að líta á mistök sem tækifæri til að læra af
  • Kynntu þér námsmarkmið barnsins þíns
  • Hafðu réttmætar væntingar til barnsins þíns um námsárangur og samskipti
  • Hlustaðu á barnið þitt
  • Talaðu af virðingu um skólafélaga barns þíns og foreldra þeirra
  • Hjálpaðu barninu þínu til að leysa þau vandamál sem eru á færi þess að leysa
  • Leitaðu skýringa í skólanum ef efasemdir vakna um nám og/eða velferð barns þíns
  • Líttu á skólann sem mikilvægan samstarfsaðila og leggðu þitt af mörkum í samstarfinu
  • Leggðu þig fram um að efla jákvæðan skólabrag í samstarfi við aðra skólaforeldra
  • Sýndu námi barns þíns áhuga og veittu því stuðning
  • Talaðu jákvætt um menntun og skóla barnsins
  • Hafðu réttmætar væntingar til skólans
  • Hjálpaðu barninu þínu að forgangsraða og skipuleggja tíma sinn
  • Vertu góð fyrirmynd

„Enginn einn einstakur þáttur hefur eins mikil áhrif á námsárangur barna og líðan þeirra í skólanum eins og viðhorf og stuðningur foreldra“  

(Desforges)

Mikilvæg ráð til kennara

  • Skapaðu andrúmsloft í bekknum/hópnum sem einkennist af jákvæðu viðhorfi til náms
  • Stuðlaðu að  námsumhverfi þar sem  nemendur eru nægilega öruggir til þess að þora að viðurkenna hvað það er sem þeir vita og geta ekki.
  • Sjáðu til þess að  samskipti þín  við nemendur þína  séu sanngjörn og fyrirsjáanleg.
  • Stuðlaðu að því að nemendur finni  að mistök eru ekki aðeins umborin heldur er þeim beinlínis fagnað, því þegar tekst að afhjúpa þau geta orðið til nýir möguleikar í náminu
  • Vertu meðvitaðuð/ur um þarfir nemenda þinna  og veitttu  öllum nemendum reglulegan stuðning í náminu svo þeir nái sem bestum árangri.
  • Fylgdu öllum reglum vel eftir.
  • Vertu vakandi fyrir árekstrum milli nemenda og taktu  á þeim.
  • Settu nemendum  þínum skýr námsmarkmið
  • Temdu þér að vinna útfrá námsmarkmiðum þegar þú undirbýrð kennsluna.
  • Veldu námsmarkmið á grundvelli þeirrar vitneskju sem þú hefur um stöðu nemenda.
  • Settu námsmarkmiðin þannig fram að nemendur skilji þau.
  • Lagaðu markmiðin stöðugt að mismunandi þörfum nemenda.
  • Notaðu endurgjöf og mat í kennslunni til að auka gæði kennslunnar
  • Skoðaðu kennslu þína með nemendum til að  komast að því hvar þörf er  fyrir endurbætur.
  • Byggðu á stöðu og framförum nemenda þegar þú skipuleggur kennsluna.
  • Leitaðu eftir endurgjöf frá nemendum um kennsluna ( t.d. um aðferðir, efni, vinnubrögð, verkefni) og lagaðu  kennsluna að niðurstöðum.
  • Veittu nemendum endurgjöf fyrir vinnuframlag, þátttöku og afköst.
  • Skapaðu samræðu milli þín og nemenda til að gefa nemendum hlutdeild í námi sínu.
  • Hlustaðu vel á nemendur svo þú fáir meiri innsýn í skilning þeirra  og getir  hjálpað þeim til að tengja hugtök og efni sem nemendur þekkja við það sem þeir eiga að læra.
  • Virtu sjónarhorn nemenda og temdu þér að vinna  út frá skilningi þeirra  á námsefninu og gefðu  þeim tækifæri til  að velja efni, aðferðir og námsstíl þegar það á við.
  • Notaðu fjölbreyttar kennsluaðferðir sem hæfa námi nemenda og markmiðum námsins en gættu þess að fjölbreytinin  sé aldrei á kostnað skýrra markmiða og skipulags.

Byggt á EVA (Danmarks Evalueringsinstitut)

EK og NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s