Um starfsþróun kennara

treHér er áhugaverð grein af vefnum, þar sem formaður skólastjórafélags Íslands fjallar um starfsþróun, mikilvægi hennar fyrir skólastarf og nauðsyn þess að kennarar geti  haft fagleg áhrif á hvaða starfsþróun þeir sækja sér.

Mikilvægt er að sú starfsþróun sem kennarar sækja leiði  til þess að nám nemenda verði markvissara og uppbyggilegra en áður.  Það vita kennarar og þeir vilja því helst sækja sér fræðslu sem gerir þeim kleift að bæta menntun nemenda og er  hagnýt og inspírerandi. Skv. grein um rannsókn frá Bill og Melinda Gates foundation, sem vitnað er í í greininni sem hér er vísað í, er of margt af því, sem kennurunum, sem tóku þátt í þeirri rannsókn, er boðið upp á  alls ekki áhugavert og nýtist þeim ekki  í starfi sínu. Miklum fjármunum er stundum varið í  starfsþróun sem kennurum finnst ekki nýtast sér, þeim leiðist hún, sjá ekki tilgang með henni og vildu helst gera annað við tímann sinn. Það er vissulega áhyggjuefni sem ber að taka alvarlega því mikilvægt er að skattfé og tíma kennaranna sé vel varið.  Það er  flókið að komast að því hvernig árangursríkast er að verja  fé til starfsþróunar kennara, Bill Gates, eða þeir sérfræðingar sem gerðu þá rannsókn sem nefnd er hér að ofan,  virðast telja að skilvirk starfsþróun fáist helst  með því að efla einkavæðingu á starfsþróunartilboðum  til kennara ( benda alla vega á að einkavæðing hafi verið of lítil) og með því að bjóða upp á einstaklingsmiðaða þjálfun á netinu.  Líklega eru einhverjir sammála honum, en ég er það ekki.  Gates hefur hins vegar það forskot fram yfir mig að geta keypt sér sérfræðinga til að gera rannsóknir til að styðja sitt mál svo hann virkar að sjálfsögðu trúverðugari en ég með sína skoðun studda af rannsókn. Ég skil hins vegar vel að einkaaðilar vilji fá meiri hlut í því fjármagni sem þeir sjá að varið er til starfsþróunar kennara.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s