Að fá skólaforeldra til samstarfs

glasKennarar tala stundum um að það sé erfitt að fá foreldra til að mæta á fundi í skólanum þegar umræðuefnið er eitthvað annað en þeirra eigið barn. Erfitt er að fullyrða hvað veldur, sjálfsagt er margt sem hefur áhrif svo sem tímaskortur og það að foreldrar sjá ekki nægan tilgang með þessum fundum. Foreldrar hafa t.d. sagt að þeir vilji heldur fá upplýsingar sendar í tölvupósti. Mig langar til að nefna hér tillögu að fundarefni sem gæti stuðlað að  virkri þátttöku foreldra líkt og kveðið er á um í aðalnámskrá, 2011 en í grein 7.7.  segir að hlutdeild þeirra sé forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna

Félagsfærni

Félagsfærni er almennt talin mikils virði og reynslan hefur sýnt að góð samskipti í nemendahópnum eru ómetanleg. Mörgum foreldrum er ekki síður umhugað um samskipti barna sinna og félaglega aðlögun þeirra en um námið og flestir nemendur telja að það skipti meira máli að tilheyra hópnum í skólanum en að ná góðum námsárangri (Nordahl, 2002).  Í skólanum skapast fleiri tækifæri til að vinna með félagsfærni nemenda en annarsstaðar en bestur verður árangurinn þegar skólinn og foreldrar vinna saman.

Fundur umsjónarkennara og skólaforeldra

Á fundi umsjónarkenna og skólaforeldra að hausti er umsjónarkennarinn eða annar kennari með stutta umfjöllun um félagsfærni og mikilvægi hennar en hún á að verða kveikja að umræðum fundarins. Að erindinu loknu er leitað svara við spurningunn: Hvaða félagsfærni er mikilvægt að nemendur mínir og börnin okkar hafi til að bera?  Umræður fara fram í hópum, en nauðsynlegt er að hafa fundarstjóra og ritara. Þrír lóðréttir dálkar eru settir upp á skjá, töflu eða pappír og tillögur fundarmanna (kennarar og foreldrar) eru skráðar í fremsta dalkinn. Dæmi um eiginleika sem gætu verið nefndir eru tillitssemi, að geta gert grein fyrir skoðunum sínum, sjálfstraust, virðing o.fl.  Eðlilegt væri að takmarka tillögurnar. Þegar allar tillögurnar eru komnar á blað tekur næsta verkefni við sem felst í því að svara á hvaða hátt foreldrarnir geti stuðlað að því að börnin þeirra tileinki sér viðkomandi færni. Foreldrar gætu rætt saman í hópum og komið með tillögur um sitt framlag. Væntanlega kæmust þeir að niðurstöðu um að þeir getu t.d. eflt tillitssemi barna sinna með því að tala af virðingu um hin börnin í bekknum og með því að hvetja þau til að sýna tillitssemi. Þegar búið er að skrá í næsta dálk aftan við hvern eiginleika fyrir sig tillögur um það hvað foreldrarnir geti gert er komið að kennaranum/skólanum.  Kennarinn gerir grein fyrir þeim úrræðum sem hann og skólinn ráða yfir sem geta eflt einstaka eiginlega. Hann  getur t.d. eflt  tillitssemi nemenda með því að leggja áherslu á paravinnu og samvinnunám þar sem hlutverk nemendanna eru vel skilgreind og reglulega er stokkað upp í samstarfinu og einnig með því að vera góð fyrirmynd. Sjálfsagt er að ræða tillögur kennarans áður en þær eru skráðar í aftasta dálkinn.

Málinu fylgt eftir

Nauðsynlegt er að allir foreldrar fái afrit af listanum eftir fundinn og kennarinn ætti reglulega að vísa til hans í umræðum og tölvupósti.  Sjálfsagt er að láta foreldra alltaf vita um framfarir nemendnanna og nefna dæmi eða senda ljósmyndir. En þannig er hlutdeild foreldranna í eflingu félagfærni barna þeirra staðfest.

Hugsanlega er auðveldara fyrir foreldra að vera í samstarfi við kennara um eflingu félagsfærni fremur en námið, þar sem hefðin fyrir sérfræðiþekkingu kennarans er rík.

 

 Hér má sjá umfjöllun um félagsfærni:

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/skyrsla_starfshops_sjalfsmynd_felagsf.pdf

http://sjalfsmynd.wordpress.com/tag/felagsfaerni/

http://www.hofsstadaskoli.is/studningur/felagsfaerni/

 

NKC

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s