Áhugaverðar hugleiðingar um heimanám

heimanámHér eru áhugaverðar hugleiðingar um heimanám á vef KÍ.

Í greininni  segir m.a.

Lenging kennslutíma, aukið heimanám
Á síðustu árum hefur starfstími skóla lengst. Þrátt fyrir þessa lengingu eru fáar vísbendingar um að heimanám hafi minnkað heldur þvert á móti bendir ýmislegt til þess að aukin áhersla hafi færst á heimanámið. Við sem störfum í skólum verðum að skoða í hvað erum við að verja kennslutímanum og hvernig nýtum við þann tíma. Leggjum með öðrum orðum áherslu á dagvinnu en drögum úr yfirvinnu ef svo má að orði komast.

Á hverju byggir fyrirlögn heimanáms?
Í íslenskum skólum er hefðin sú að kennarar ákveða nánast einhliða hvort heimanám sé lagt fyrir og í hve miklu mæli. Sjaldnast er haft samráð við foreldra eða nemendur. Í ljósi þessa er fróðlegt að spyrja á hvaða faglegu forsendum byggja kennarar og skólar fyrirlögn á heimavinnu nemenda og hvert er markmið slíkrar vinnu? Getur verið að heimanám sé þess eðlis að það krefjist tiltekins viðhorfs og hæfni sem aðeins fæst með langskólanámi? Er heimanám byggt þannig upp að það geri ráð fyrir aðkomu foreldra eða eru nemendur að klára verkefni sem þeir hafa lært í skólanum?

Lesið greinina í heild hér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s