enn um samskipti kennara og nemenda

9335201-back-to-school-black-desk-with-school-supplies-vectorhér er ég að hluta til sammála Agli Helgasyni, mér finnst hins vegar einföldun að halda því fram að „skóli án aðgreiningar“ setji kennara endilega  í viðkvæmari stöðu en áður. Nemendur sem hafa komið illa fram við kennara og truflað kennslu hafa verið í skólum miklu lengur  en sú hugmyndafræði.  Eins er þekkt að einstaka kennarar hafa komið illa fram við nemendur löngu áður en „skóli án aðgreiningar“ var sett í lög.

Hugmyndafræðin „skóli án aðgreiningar“ gerir kröfur til kennara um að þeir geti sinnt ólíkum  nemendum og  ef þeir eiga erfitt með það þurfa þeir bjargir sem gera þeim kleift að   kenna  í fjölbreyttum nemendahópi.  Þær bjargir geta til dæmis falist í fræðslu og handleiðslu.

Foreldrar hafa  breyst mikið,  þeir gera meiri kröfur til skólanna og fylgjast margir mun  betur með því sem þar fer fram en áður, sem er kostur að mínu mati.
Vandinn er hins vegar sá að ef samskipti skóla og heimila einkennast ekki af virðingu og trausti þá fer illa, bæði fyrir kennurum og nemendum. Því þá þurfa kennarar sífellt að verja starf sitt og nemendur fá ekki tækifæri til að stunda nám í skóla þar sem ríkir starfsgleði og metnaður.

Skilyrðislaus virðing foreldra fyrir skólastarfi er horfin úr samfélaginu og miðað við þá staðreynd þarf að vinna að því að byggja upp gott samstarf heimila og skóla. Samstarfið þarf að hafa það að markmiði að gera foreldra örugga með að skólar vinni með hag barna þeirrra að leiðarljósi. Það er ekki gert nema með faglegum kennurum sem eru öruggir með það sem þeir eru að gera. Því er markviss starfsþróun  eitt af þvi mikilvægasta fyrir fagstétt eins og kennara.

Ábyrgð fjölmiðla er mikil. Þeir þurfa að skoða fleiri en eina hlið mála þegar upp koma ásakanir um óásættanlega hegðun  kennara. Ef þeir geta það ekki vegna þagnarskyldu kennara er ekki eðlilegt að blása upp eitt sjónarmið sem kannski á ekki við rök að styðjast nema í túlkun þess sem rætt er við. Ef foreldrar telja að brotið sé á barni þeirra þarf alltaf að rannsaka það og það á að vera eðlilegur hluti af skólastarfi að skoða þannig kvartanir án þess að þær séu blásnar upp sem glæpamál í fjölmiðlum. Þannig fjölmiðlaumfjöllun ýtir enn frekar undir bilið milli heimila og skóla og eykur vantraust sem allir tapa á.

Vöndum okkur en afsökum okkur ekki með því að hugmyndafræði sem ætlað er að ýta undir jöfnuð allra þegna samfélagsins geri okkur starfið of erfitt. Förum fram á að okkur verði gert kelift að vinna í þeim anda að allir nemendur fái notið sín í stað þess að biðja um að fá frið til að sinna aðeins sumum.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s