Vendikennsla og foreldrar

skolastofan3Það er algengt að fólk rökstyðji mikilvægi hefðbundins heimanáms með því að þannig  gefist foreldrum tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna og eiga gjöful samskipti við þau auk þess sem heimanámið tengi heimili og skóla, þetta kemur m.a. fram í grein Guðlaugar Guðmundsdóttur í Skólavörðunni . En hefðbundið heimanám er alls ekki óumdeilt og að einhverju leyti virðist það fremur reist á hefðum en vel ígrunduðum markmiðum. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að skólanum er ætlað að stuðla að því að foreldrar eigi hlutdeild í námi barna sinna það kemur fram í lögum og aðalnámskrá auk þess sem margsinnis hefur verið sýnt fram á mikilvægi hlutdeildar foreldra í námi barna sinna með rannsóknum 

Svo er það spurningin hvort hefðbundið heimanám sé endilega besta leiðin til að gefa foreldrum hlutdeild í námi barna sinna.

Þegar ég heyrði fyrst fjallað um vendikennslu sem líka er kölluð spegluð kennsla og flippuð kennsla sá ég í hendi mér að þarna gæfust nýir og áhugaverðir möguleikar á að gefa foreldrum tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna. Í stað þess að senda nemendur heim með verkefni og vinnubækur sem foreldrar eiga að bera ábyrgð á að börn þeirra vinni samkvæmt væntingum kennarans, er nú hægt að bjóða foreldrum aðgang að kennslu með börnum sínum. Hægt er sjá fyrir sér foreldra og barn sitja saman heima og fylgjast með kennslu í margföldun með þremur tölum, svo eitthvað sé nefnt. Líklega eru aðferðirnar aðrar en þær sem foreldrarnir lærðu sjálfir þegar þeir voru í grunnskóla svo allir eru að læra eitthvað nýtt. Þessi sameiginlega reynsla skapar vettvang fyrir samræður og jafnvel tilraunir.  Þegar vel tekst til vekur viðfangsefnið áhuga foreldranna svo þeir fylgjast væntanlega betur með því hvernig barninu gengur að ná tökum á margfölduninni næstu daga. Reynslan hefur kennt mér að sumir foreldar hafa takmarkað sjálfstraust þegar kemur að heimanámi barna sinna, þeir vita ekki nægilega vel hvers er vænst og óttast jafnvel að gera mistök. Við verðum að forðast að skapa slíkar aðstæður enda eru þær í besta falli lítils virði og í versta falli skaðlegar.

Fyrir nokkru hlýddi ég á frásögn ensks kennara sem lýsti því hvernig notkun spjaldtölva  í skólanum hans hefði gerbreytt þátttöku foreldra í námi barnanna. Námsefni skólans er meira og minna sniðið að spjaldtölvum , allir nemendur fá spjaldtölvu og þannig hafa foreldrarnir aðgang að kennslunni með börnum sínum en þurfa ekki að vera í hlutverki aðstoðarkennara sem er ætlað að kenna eitthvað sem þeir hafa jafnvel takmarkaða kunnáttu til. Eitt kvöld í mánuði er foreldrum boðið að koma í skólann þar sem fer fram fræðsla um námsefnið á spjaldtölvunum. Eftir því sem mér skildist eru þessir fræðslufundir vel sóttir af foreldrum.

En eru þá spjaldtölvur og önnur áþekk upplýsingatækni forsendan fyrir því að foreldrar og börn geti lært saman á sínum forsendum? Vissulega  skapar þessi tækni frábæra möguleika, en þetta eru bara tæki, rétt eins og saumavél og veldur hver á heldur. Það hefur lítið uppá sig að eiga saumavél ef maður kann ekki að sauma og hefur ekki aðgang að réttu efni og sniðum. Kannski er mikilvægast að hugsa fyrir nýjum leiðum sem geta stuðlað að því að allir foreldrar fái tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna á sínum forsendum, leiðum sem geta gert samstarf foreldra, skóla og nemenda um námið ánægjulegt og hvetjandi fyrir nemandann, Ipatinn er kemur áreiðanlega sterkur inn þar.

NKC

One response to “Vendikennsla og foreldrar

  1. Mér finnst þetta mjög flott grein og góðar vangaveltur í sambandi við heimanám og hlutverk foreldra. Hins vegar skil ég ekki alveg tenginguna með spjaldtölvunotkunina. Að læra nýjar og nýjar aðferðir um hvernig á að margfalda getur ekki verið markmið heimanámsins né rökstutt spjaldtölvueign hvers nemenda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s