Hvernig byggja má á gögnum til að gera skólakerfi árangursríkara fyrir alla

Education Conceptmjög áhugavert erindi um hvernig breyta má skólakerfum með því að læra af því sem kannanir eins og Pisa gefa  vísbendingar um. Þau gögn sem til verða í Pisa geta byggt undir mikilvægi þess  að breyta viðhorfum til náms og kennslu og huga betur að því í hvað fjármagnið til skólakerfisins  fer. Í þessu erindi virðist mér koma skýrt fram að mikilvægt er  að nemendur viti   til hvers er ætlast af þeim og hvað þeir þurfa að leggja á sig til að ná árangri, einnig virðist skipta máli að kennarar séu metnaðarfullir fyrir hönd allra nemenda og tilbúnir til að þróa starf sitt í samvinnu við aðra. Tími einyrkjans í kennslustofunni sem hafði það hlutverk koma þekkingu sinni yfir til nemenda og sortera síðan hafrana frá sauðunum með því að prófa hverjir höfðu meðtekið þá þekkingu, er liðinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s