Krítin vekur athygli á nýjum foreldravef sem hefur verið opnaður á heimasíðu skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vefurinn er ætlaður foreldrum barna í leik-og grunnskólum og í frístundastarfi og er ætlað að styðja við foreldra í því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna. Á vefnum er m.a. að finna efni sem foreldrar geta unnið með börnum sínum til að efla þau í lestri og stærðfræði. Efnið ef fengið frá Toronto í Kanada og er aðgengilegt að fjölda tungumála auk íslensku. Einnig er að finna lýsingar á ólíkum kennsluháttum, upplýsingar um námsmat, umfjöllun um skóla án aðgreiningar svo eitthvað sé nefnt.