Ég hef verið að skoða myndbönd sem tengjast leiðbeinandi námsmati og rakst þá m.a. á þetta myndband
Í því er vel lýst hvernig kennarar nota þau viðmið sem þeir hafa sett með ákveðnum verkefnum. Þegar viðmiðin eru skýr vita nemendur betur til hvers er ætlast af þeim og geta því frekar staðist þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og leiðbeiningar til nemenda um hvað þarf að laga verða rökréttari. Í myndbandinum sést líka vel hvernig kennarar þjálfa nemendur í að taka þátt í að meta eigin verk og annarra og setja fram sitt álit. Þar sem vel tekst upp með leiðbeinandi námsmat verður til visst lærdómsferli en ekki er aðeins felldur dómur um verkefnin.
Myndin sem fylgir hér með er svo dæmi um einfaldan sjónrænan matskvarða fyrir yngri nemendur.
EK