11 þættir sem hafa áhrif á námsárangur

Á innri vef Reykjavíkuborgar undir liðnum Rannsóknir sýna er að finna afar athyglisverða samantekt á rannsóknarskýrslu sem nefnist Input, Process and Learning in Primary and Lower secondary Schools. A systematic review carried out for The Nordic Indicator Workgroup.

Þar voru skoðaðar norrænar og alþjóðlegar rannsóknir í menntamálum á tímabilinu 1990-2008 með það að markmiði að kortleggja þau atriði sem hafa áhrif á námsárangur nemenda. Einkum var horft til þátta sem geta breytt einhverju séu teknar ákvarðanir um það.

Alls komu 22 áhrifaþættir til greina og í rannsókninni er talið að 11 þeirra hafi sannanleg jákvæð áhrif á námsárangur.  Rannsakendurnir telja að með því að skoða marga þætti samtímis aukist líkurnar á því að tekist hafi að finna þá þætti sem hafa raunveruleg áhrif sem sé ólíklegra þegar rannsóknir einblína á einn þátt.

Þeim sem hafa aðgang að innri vef skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur er bent á að lesa umfjöllunina þar en rannsóknarskýrsluna í heild sinni er að finna hér

Hér verður aðeins gerð stutt grein fyrir 11 mikilvægustu þáttunum og er efnið tekið beint úr umfjöllun skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar með góðfúslegu leyfi höfundar.

  1. Gæði skólastjórnenda. Því lengri reynsla sem stjórnandinn hefur, því fleiri klukkutímar sem varið er til starfsins og því aðgengilegri sem stjórnandi er kennurum; því betri námsárangur.  Eftir því sem skólastjórnandi leggur meiri áherslu á fagþróun í kennarahópnum og eftir því  sem stjórnandinn hefur meiri áhrif á ráðningar kennara; því betri námsárangur. Aukin þátttaka nemenda, kennara og foreldra í ákvörðunum um skólastarfið stuðlar að  betri námsárangri.
  2. Fagleg forysta. Hér er lykilþátturinn skólastjórnandi sem hefur sterka fagþekkingu, ekki síst kennslufræðilega.  Því betur sem stjórnandi getur verið leiðtogi í þessum efnum, því meira sem hann nær að virkja kennarahópinn í faglegri umræðu og stjórnunarstíll hans einkennist af stuðningi og skilningi, því betur læra nemendur.  Það hefur einnig áhrif á námsárangur ef stjórnandinn getur stutt kennara í að fá rétt kennsluefni og tæki og verið ráðgefandi um innihald kennslunnar.
  3. Möguleikar nemenda til náms eru háðir færni kennarans til að skipuleggja kennsluna – þ.e.a.s. hlutfall vinnutíma sem fer til að skipuleggja kennslu næsta dags og næstu viku.  Auk þess hefur  færni kennarans í að halda sig við skipulagið og nota tímann rétt í kennslunni áhrif.  Tími sem nemendur verja til náms í skólanum og heima eru einnig áhrifaþættir.
  4. Skóladagur nemandans sé vel skipulagður og nemendur búi við öryggi.  Rými til kennslu þarf að vera nægilegt og í lagi, og það þarf að gefa tækifæri til hreyfingar og góðar samveru.  Skóla- og bekkjarandi skiptir líka máli, þeim mun verr sem nemendum líður í skólanum, þeim mun verri er námsárangurinn.
  5. Lærdómssamfélag.  Skólinn á að hafa það sem sitt helsta markmið að auka færni nemenda og stöðugar framfarir þeirra.  Því meira sem kennarinn leggur sig fram við að virkja nemendur í tímum, þeir fylgist vel með og séu „til staðar“ í kennslustundum, því betri námsárangur.
  6. Skólabragur sem leggur áherslu á góð tengsl milli kennara og milli kennara og nemenda.  Stjórnendur, kennarar og nemendur þurfa að hafa náin tengsl við skólann – upplifa hann sem „skólinn minn“.  Áhrifaþættir eru að samband nemenda og kennara sé styðjandi og gagnkvæm virðing ríki milli þeirra auk þess sem hlýja einkenni samskiptin.  Mikilvægt er að kennarar fái ráðgjöf, aðstoð og hvatningu í starfi, auk þess sem þeir finnist þeir tilheyra í kennarahópnum.  Mikilvægt er líka að nemendur þrói með sér jákvæð samskipti sín á milli.
  7. Félagsleg norm og gildi. Það sem hefur áhrif á námsárangur er að kennarar hafi áhuga á starfi sínu, á fagþróun, kennslufræðilegri þróun og séu jákvæðir fyrir tilraunaverkefnum í kennslu.  Einnig að kennslurými sé „opið“ og kennslan sniðin að einstökum nemendum.  Kennarar þurfa að gæta þess að taka þátt í viðburðum skólans,  eiga hlutdeild í skólasamfélaginu og  að leggja sig fram ásamt nemendum.  Nemendur séu vinnusamir, virkir og þeir upplifi að þeir hafi staðið sig vel.
  8. Skipulag kennslu og kennsluaðferðir.  Sérstaklega er hér bent á þrjá þætti í fari kennarans sem auka námsárangur nemenda, færni í kennslufræði, færni til að tengja hópinn saman og tengjast honum sjálfur og bekkjarstjórnun.
  9. Kennarinn sem meðstjórnandi í skólasamfélaginu.  Því meiri sem ánægja kennara er,  minni kennaravelta, lengri menntun kennarana og meiri þátttaka þeirra  í vinnuhópum og teymum, því betri námsárangur.  Vinna skal að því að jafna þátttöku karla og kvenna í kennarahópnum.
  10. Samsetning nemendahópsins. Huga þarf að niðurröðun í bekki, námshópa og valhópa. Nemendur sem eiga háskólamenntaða foreldra auka námsárangur heildarinnar.  Fleiri stelpur í námshópi auka námsárangur hópsins.
  11. Samstarf heimila og skóla.  Alls staðar þar sem foreldrasamstarf er vel skilgreint og virkt gengur nemendum betur.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s