Kennari getur breytt þeirri menningu sem ríkir í skólastofunni með því einu að breyta því hvernig hann talar við nemendur.

7radBekkjarstjórnun getur verið erfið, þó hún reynist sumum kennurum auðveld eiga margir kennarar í basli með að ná tökum á henni.  Kennarar sem leggja sig fram við undirbúning kennslustunda verða oft fyrir miklum vonbrigðum þegar þeir mæta svo nemendum sem nenna ekki að taka þátt í kennslustundinni og sýna jafnvel af sér lítilsvirðingu. Sumir kennarar upplifa það að meirihluti tíma þeirra fari í að eiga við nemendur sem ekki nenna að sinna námi sínu eins og kennurunum finnst að þeir eigi að gera.

Flestir kennarar hafa,  þrátt fyrir góðan vilja og löngun til að vanda sig sem mest þeir mega, lent í því að þrasa við nemendur, skipa þeim, hóta þeim, vara þá við og jafnvel grípa til háðs til að reyna að fá nemendur til að taka þátt í kennslustund. Flest okkar eru líka meðvituð um að þessar aðferðir skila ekki árangri, þær leiða miklu fremur til þess að kennarar festast í vítahring valdabaráttu við nemendur, andófs þeirra og varnarviðbragða og þeir missa nemendur á endanum alveg út úr höndunum á sér.

Það er ljóst að hversu hæfur sem kennari er á öðrum sviðum, ef hann ræður ekki við bekkjarstjórnun þá er nánast útilokað að honum takist að skapa frjótt og skilvirkt námsandrúmsloft í kennslustofunni.

Í þessari grein   er talað um að með því að kennari breyti einfaldlega því hvernig  hann talar við nemendur, geti hann breytt andrúmsloftinu í kennslustofunni. Bent er á sjö leiðir við að tala við nemendur svo þeir læri. Dæmin í greininni eru fengin úr bókinni How To Talk So Kids Can Learn eftir  Adele Faber and Elaine Mazlish.

Þessar sjö aðferðir og dæmin um það hverng hægt er að nota þær, styðja kennara í því að byggja undir samstarf og jákvætt lærdómsandrúmsloft í kennslustofunni. Dæmin eru ekki þýdd hér á Krítinni en má lesa hér.

  1. Lýstu vandanum í stað þess að ásaka eða gefa skipanir. Þannig fjarlægir þú tilfinningar úr aðstæðunum og beinir nemendum í átt að réttri hegðun.
  2. Gefðu upplýsingar í stað þess að ásaka eða dæma, þá hafa nemendur síður ástæðu til að fara í vörn.
  3. Bjóddu upp á valmöguleika. Engum líkar að taka við fyrirskipunum eða hótunum, það að hafa val valdeflir nemendur og þeir læra frekar að stýra eigin hegðun .
  4. Gerðu nemendum ljóst til hvers þú ætlast með orði eða hreyfingu. Langar útskýringar geta þreytt nemendur, stundum dugar eitt orð eða ein hreyfing til að þeir fari að hugsa um vandamálið og finna sjálfir lausn á því.
  5. Lýstu því hvernig þér líður þegar þér mislíkar umgengni eða hegðun í stað þess að skamma eða ásaka nemendur, með því móti er hægt að fá nemendur til að skilja hvers vegna þú ætlast til ákveðinna hluta og auðveldar nemendum að sýna viðeigandi framkomu.
  6. Skrifaðu beiðnir  niður. Líkt og Kalli Bjarna gerir (blah, blah, blah)  loka nemendur oft eyrunum fyrir því sem hinir fullorðnu segja. En ef þeir fá beiðnina skriflega ná þeir því frekar sem til er ætlast.
  7. Sýndu af þér leikgleði. Ekki skammast og rífast, reyndu að bregðast við með óvæntum eða fyndnum hætti.

Þessi  ráð geta reynst vel og margir kennarar þekkja þau og beita þeim, sumir jafnvel alveg ómeðvitað. Það krefst æfingar og meðvitundar að öðlast þá hæfni í starfi að það verði kennara eiginlegt  að tala þannig við nemendur að þeir verði fúsari til náms. Það hlýtur að vera markmið allra kennara að stuðla að því að nemendur séu fúsir til náms og því er gott að minna sig á að skoða það hvernig maður talar við nemendur. Eru orðin sem maður notar hvetjandi og styrkjandi eða er maður dottinn í valdabaráttu og tuð. Enginn vill festast þar og í  þessari grein er bent á mögulega leið út sem kannski er vert að prófa.

EK

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s