Skemmtilegur jólasiður

kortAf því að ég er enn undir áhrifum jólaandans þá langar mig til að deila með ykkur skemmtilegri frásögn af jólahaldi barna í Lettlandi. Þar tíðkast að börnin fari út á aðfangadagskvöld og kveiki á stjörnuljósum til að lýsa jólasveininum svo hann rati til þeirra. Þegar börnin koma svo aftur inn eru  komnir jólapakkar undir upplýst jólatréið. Áður en börnin fá gjafirnar sínar þurfa þau að syngja lag eða fara með ljóð. Þetta gera þau fyrir sérhverja gjöf sem þau taka á móti. Þessi skemmtilega hefð hefur þau áhrif að fyrir jólin eru börnin önnum kafin við að læra ljóð og lög og æfa flutning þeirra. Ég veit að sumir hér á landi hafa áhyggjur af því hvað jólin eru orðin mikill tími ofgnægtar og hvað börnin okkar fá oft auðveldlega og hugsunarlaust hlutina, þar á meðal jólagjafir, upp í hendurnar. Með þessum skemmtilega sið Letta skapast tækifæri til að gefa börnunum kost á að leggja sitt af mörkum til gera jólin enn ánægjulegri. Já, það má ýmislegt læra af öðrum þjóðum.

Áheit á póstkorti

Einn af stóru kostunum við að vera kennari eru annaskiptin í starfinu. Maður fær svo mörg tækifæri til að byrja upp á nýtt. Við áramótin skapast slíkt tækifæri, við lítum til baka og veltum því fyrir okkur hvað við hefðum viljað gera öðruvísi og reynum að gera betur. Ég kynntist nýlega skemmtilegri hugmynd vísar til þess að í upphafi skuli endirinn skoða og því hvað kennarar geta haft mikil áhrif á nemendur ekki aðeins með kennsluháttum heldur ekki síður með  væntingum sínum til nemenda og samskiptum sínum við þá.  Hugmyndin felst í því að kennarinn skrifar sjálfum sér kort í nafni bekkjarins og tímasetur það 10 ár fram í tímann. Kennarinn setur sig með öðrum orðum í spor nemenda sinna og lætur þá lýsa því hvaða áhrif hann, sem kennari, hafði á þá á sínum tíma. Þetta gefur kennaranum tækifæri til að sjá sig með augum nemendanna, sem getur verið holl og góð ígrundun, og skapar tækifæri til að setja áramótaheit sem skipta máli. Kennarinn hefur kortið fyrir sig og les það þegar hann þarf að minna sig á. Foreldrar geta auðvitað notað sömu hugmynd og sett sig í spor barna sinna og skrifað sér kort í þeirra nafni. Hver vill ekki eiga kost á að fara aftur í tímann og gera eitthvað á annan hátt?

Með bestu óskum um heillaríkt ár 2016

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s