Ef kennsla væri keppni og hefði sinn eigin þátt í sjónvarpi

Myndbandið sýnir vel hvað keppni á milli  kennara og tenging launa við árangur nemenda er fáránlegt. Þó þetta sé grín  þá er töluverður umhugsunarverður broddur í þessu. Það má svo í ofanálag spyrja sig þess hvort það sé  nauðsynlegt að etja kennurum saman og láta þá keppa til að það sé fjallað um störf þeirra í fjölmiðlum?

Þar fyrir utan er áhugavert að skoða það fólk sem birtist í myndbandinu og á að vera kennarar. Það virkar ekki  sérlega  ferskt  fólk, þetta eru meira og minna steríótýpur af rykföllnum og grámyglulegum kennurum. Að mínu mati lýsir það ákveðnum fordómum fyrir kennurum. En hugmyndin um kennara er mjög oft sú að þeir séu  í óklæðilegum fötum, gráir og púkalegir, stundum nördar og stundum harðstjórar, yfirmáta móðurlegar konur eru stundum látnar tákna kennara og einnig  nornir sem pína börn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s