Kennari desembermánaðar 2012

HeimirogSiggaKennarar  desembermánaðar eru tveir. Samstarfskennari þeirra benti á þau og tók fram að þau væru frábært teymi  sem næði góðum árangri. með nemendum sínum og hann tók einnig fram að þau væru öðrum kennurum fyrirmynd.

Nöfn

Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir

Menntun og útskriftarár

Kennarar af dönsku kjörsviði KHÍ. Sigríður útskrifaðist 2001 og Heimir 2010

Skólinn sem þið kennið við

Grunnskólinn í Hveragerði

Bekkur/námsgrein

Heimir kennir dönsku og sérkennslu í 8.-10. bekk og Sigríður dönsku í 6.-10. bekk.

Síðasta símenntunarnámið sem þið sóttuð?

Við erum dugleg að sækja endurmenntunarnámskeið. Það síðasta sem við fórum á saman var workshop á vegum Félags dönskukennara. Heimir er einnig í meistaranámi við HÍ.

Hvaða þrjú atriði í kennsluháttum ykkar hafa haft mest áhrif á árangur nemenda ykkar?

Að skapa jákvætt andrúmsloft og stemningu, fjölbreyttar kennsluaðferðir og að nýta tæknina eins og hægt er.

 Hverju eruð þið stoltust af í starfi ykkur

Farsímaratleikurinn sem við höfum þróað stendur líklega upp úr. Einnig nýja námsefnið okkar Lær og Leg. Það er námsefni fyrir byrjendur og er aðgengilegt á vefnum .

Hvaða markmið setjið þið ykkur í þróun starfs ykkar?

Það er svo margt sem hafa verður í huga þegar starfsþróun er annars vegar, en ætli við séum ekki uppteknust af því þessa stundina að finna leiðir til þess að nýta tæknina sem börnin eru með í höndunum daginn út og inn sem best. Grunnstefið í allri okkar kennslu er samt alltaf það sama, að gera dönskuna áhugaverða og spennandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s