Sjálfskoðun nemenda

Margir kennarar  biðja nemendur um að teikna sjálfsmyndir í upphafi og lok vetrar til að sjá svart á hvítu þær framfarir sem verða hjá hverjum nemenda á einum vetri.  Það eru líka  til margskonar verkefni sem hafa það að markmiði að nemendur lýsi  sjálfum sér í rituðu máli.

Mér finnst eitthvað sérlega heillandi við þá hugmynd að nemendur skrifi  lýsingu á sér inn  í fingrafarslaga form, líkt og sést á myndinni sem fylgir hér með.  Ég sé fyrir mér að inni í svona fingrafar mætti t.d. biðja nemendur að skrifa lýsingu á því fingarfari sem þau skilja eftir sig i bekknum, þ.e. það mark sem þau setja á bekkjarandann.

Það má líka hugsa sér að biðja nemendur að skrifa lýsingu á sér inn í höfuð, hjarta og hendur. Þau ættu  þá að lýsa hugmyndum sínum inni í höfðinu, tilfinningum í hjartanu og því sem þau gera inni í höndunum. Upp úr þessu  má síðan semja ljóð sem  lýsti heildarmynd persónunnar. Það mætti líka hugsa sér að nemandi gerði stuttmynd sem væri unnin upp úr  sömu lýsingu, dans, tónverk eða teiknimyndasögu.

Verkefni af þessu tagi geta verið uppspretta margskonar samræðu og vangaveltna, bæði heima og í skólanum.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s