Nú þegar langur vetur er að baki er kannski mögulegt að suma kennara langi til að segja foreldrum til syndanna. Ég hló mikið þegar ég horfði á þetta myndaband og finnst það umhugsunarefni því öllu gamni fylgir nokkur alvara. Verkefnið að koma börnum til manns er samstarfsverkefni og því er mikilvægt að bæði kennarar og foreldrar upplifi það að þeir séu að vinna saman að því verkefni. Annars er hætt því að innra með kennurum búi allar þær tilfinningar sem settar eru fram í þessu myndbandi. Foreldrar gætu örugglega búið til sambærileg skilaboð til kennara. Spurning hvort mér fyndist það jafn fyndið.
Ég er kennari og foreldri. Mér finnst umhugsunarefni hvert menntakerfið er að stefna með öllu þessu frjálsræði. Þemaverkefni, hópverkefni og já stundum einstaklingsverkefni en ég sé ekki meira sjálfsstæð i vinnubrögðum.Ég held að við ættum að snúa aðeins við frá þessu leikjanámskeiði – aga börnin, og já hætta öllu heimanámi í 1-7. bekk nema lestri.
Virðing mín fyrir skólastarfi hefur minnkað frá því að ég hætti að kenna fyrir 12 árum, einhverra hluta vegna og sem foreldri er ég fremur neikvæð út í skólann þó barninu mínu gangi vel.
En frábært framtak með þessari síðu!