Athyglisverðar kvikmyndir

Ef það skyldu nú koma rigningardagar í sumarleyfinu get ég vel mælt með tveimur kvikmyndum til að horfa á í videoinu. Báðar snerta þær starfsumhverfi kennara fyrir utan að vera mjög áhugaverðar, þótt ólíkar séu. Önnur  nefnist Odd girl out en hin Carnage.

Odd girl out fjallar um einelti í stelpuhópi. Vandamál sem margir kennarar þekkja. Einelti meðal stelpna tekur oft á sig sérstakt og óáþreifanlegt mynstur sem fullorðna fólkinu í umhverfinu getur reynist erfitt að henda reiður á. Aðal sögupersónur myndarinnar eru nokkar vinkonur á aldrinum 14 – 16 ára, en mæður þeirra koma einnig talsvert við sögu. Ég vil ekki segja of mikið til að eyðileggja ekki ánægjuna fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina, en sagan sýnir á átakanlegan hátt vonleysi og hjálparleysi stúlkunnar sem eineltið beinist að en einnig skilningsleysi og ráðaleysi skólans og foreldra.  Myndin er ansi ameríksk en margt sem þar kemur fram má samt heimfæra upp á aðstæður hér heima. Ég var mjög hrifin af myndinni og hún náði althygli minni allan tímann, líklega vegna þess að eftir áratuga starf í grunnskólum kom ýmislegt kunnuglega fyrir sjónir. Ég sé fyrir mér að það geti verið gagnlegt að horfa að þessa mynd með unglingsstúlkum og ræða efni hennar. Hér er meira um myndina.

Carnage er allt öðru vísi en Odd girl out. Hún er gerð eftir leikriti og gerist á rauntíma. Roman Polanski er leikstjóri hennar en það eru eðal leikkonurnar Jodi Foster og Kate Vinslet sem fara með helstu hlutverkin. Myndin segir frá foreldrum tveggja drengja sem hittast í kjölfar þess að annar drengurinn beitti hinn ofbeldi. Myndin er afar vel gerð og sýnir m.a. að það er fullorðnu fólki ekki alltaf jafn einfalt og halda mætti að takast á við samskiptavanda barna sinna. Eins og fram kemur í myndinni hafa tilfinningar og reynsla foreldrana mikil áhrif á framvindu málsins. Spurningin er hvort kennarar geti lært af því?  Hér má sjá frekari upplýsingar um myndina.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s